Jól 2005

 

Áttum alveg prýðilegar stundir á aðfangadag og jóladag. Átum og átum og opnuðum pakka og átum svo aðeins meira. Sungum alveg helling þökk sé Playstation Singstar. Varð að játa mig sigraðan all oft. En það hafði mig enginn í "Born to be Wild"...hmm en já tapaði flestu öðru.
Á jóladag elduðum við andabringur og þær heppnuðust svona vel. Held að móðir mín hafi nú verið þarna nálægt til að passa upp á þetta.

Jæja, við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum enn og aftur gleðilegra jóla. Posted by Picasa

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Rosalega eru þið fín og flott á myndinni, sannkölluð jólaandlit þarna á ferð.;)
Hafið það gott krúsidúllurnar!

Vinsælar færslur